Störf hjá Borgarbyggð

mars 30, 2010
Borgarbyggð auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
Vaktstjóri við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi, fullt starf
Starfið er vaktavinna skv. gildandi vaktaplani og felst í vaktstjórn, stjórnun á innra skipulagi, yfirumsjón með öryggisgæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi, vinnu við baðvörslu, þrif, afgreiðslu, uppgjör ofl. stjórnunarstörf. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi standist hæfnipróf sundstaða og ljúki námskeiði í skyndihjálp.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. apríl næstkomandi.
Sumarafleysingar við íþróttamiðstöðvarnar í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. apríl næstkomandi.
 
Flokksstjórastörf við Vinnuskóla Borgarbyggðar
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 23. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublað hér.

Smellið hér til að sjá auglýsingu með nánari upplýsingum.
 

Share: