Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

maí 3, 2006
Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 04. maí 2006 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og hefst kl. 16,30.
 
Dagskrá:
Helga Halldórsdóttir forseti
bæjarstjórnar Borgarbyggðar
setur fundinn.
Freyjukórinn syngur sumarlag.
Runólfur Ágústsson rektor á Bifröst
flytur ávarp.
Unglingar úr Grunnskóla Borgarfjarðar
sýna dans.
Stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. og kjör í stjórn félagsins.
Unglingar í Grunnskóla Borgarness flytja atriði úr Ávaxtakörfunni.
Undirritun viljayfirlýsingar um stofnun skólans milli
menntamálaráðherra, Borgarbyggðar og Menntaskóla
Borgarfjarðar ehf.
Unglingar úr Varmalandsskóla lesa ljóð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ávarp.
Karlakórinn Söngbræður syngur sumarlag.
 
Fundarmenn ganga fylktu liði undir forystu Skátafélags Borgarness að
gamla íþróttavellinum þar sem manntamálaráðherra tekur skóflustungu
að nýju húsi Menntaskóla Borgarfjarðar.
 
Fundarstjórar og kynnar verða Finnbogi Rögnvaldsson formaður
bæjarráðs Borgarbyggðar og Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti
Borgarfjarðarsveitar.
 
Að skólflustungu lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur við hlið lóðar
menntaskólans.
 
ALLIR VELKOMNIR
 

Share: