Stjórnlagaþingskosningar í Borgarbyggð

nóvember 24, 2010
Kosningar til stjórnlagaþings fara fram 27. nóvember n.k. Á kjörskrá í Borgarbyggð eru allir sem voru með lögheimili í sveitarfélaginu 6. nóvember s.l og uppfylla öll skilyrði laga um kosningarétt í kosningum til Alþingis sbr. lög nr. 24/2000.
 
Kjörstaðir í Borgarbyggð verða 6 eins og verið hefur en vakin er athygli á að ekki er sami opnunartími á öllum stöðunum.
 
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
 
Kjörstaðirnir eru þessir:
 
Borgarneskjördeild í Menntaskólanum í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár.
Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 18,oo
Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 18,oo
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo
Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási
Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 18,oo
Kleppjárnsreykjakjördeild í Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals,
Flókadals og Reykholtsdals.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo
 

Share: