Vinnuhópur um stefnumótun í tómstundamálum í Borgarbyggð vill þakka fyrir góða þátttöku á íbúafundinum 1. september s.l. og þær athugasemdir sem í framhaldinu hafa borist. Skilaboðin eru gott leiðarljós í áframhaldandi vinnu en þar voru samræming og fjölbreytni efst á baugi. Í ljósi athugasemda hefur hópurinn ákveðið að bjóða þeim hagsmunaaðilum sem bera hita og þunga af íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu að vinna að nánari útfærslu með hópnum. Fyrirhugað er að sú vinna fari fram snemma á næsta ári og mun niðurstöðum því seinka frá því sem áður var áætlað. Nákvæmar dagsetningar verða auglýstar síðar. Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Borgarbyggðar en einnig má senda póst á tomstundir@borgarbyggd.is.