Stefnumótun í tómstundamálum

september 29, 2011
Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur nú að stefnumótun í tómstundamálum. Í byrjun mánaðarins hélt nefndin íbúafund og setti í framhaldi af honum skjal með tillögum frá fundinum hér á heimasíðuna og óskaði jafnframt eftir fleiri hugmyndum. Tómstundanefnd mun hittast á fundi á mánudag í næstu viku og fara yfir allar tillögur sem borist hafa og leggja drög að textaskjali. Það skjal verður svo sett á vefinn þann 10. október og óskar nefndin aftur eftir athugasemdum og tillögum og gefur til þess 10 daga frest. Að því loknu fara tillögur tómstundanefndar sína leið í stjórnsýslunni en áætlað er að halda kynningarfund um stefnuna um miðjan nóvember.
 
 

Share: