Opinn íbúafundur
Tómstundanefnd Borgarbyggðar boðar hér með til opins fundar um stefnumótun í tómstundamálum í sveitarfélaginu.
Með þessu móti vill Borgarbyggð virkja sem flesta til að móta stefnu í málaflokki sem varðar okkur öll. Óskað er eftir þátttöku allra þeirra sem láta sig tómstundamál varða. Ekki verður stuðst við fyrirfram ákveðna flokkun á tómstundamálum heldur mun fundurinn sjálfur ákveða hvað er mikilvægt og hvað þarfnast umræðu.
Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti fimmtudaginn 1. september klukkan 18:00-22:00.
Allir velkomnir.
Léttur kvöldverður í boði.