Ákveðið var að endurskoða stefnu Borgarbyggðar í málefnum eldri borgara frá árinu 2013 og var stýrihópur myndaður um verkefnið.
Hópurinn studdist við stefnumótun í þjónustu við aldraða sem unnin var af SSV árið 2011. Einnig tók hann mið af skýrslu vinnuhóps um þjónustu við aldraða í Borgarbyggð frá því í apríl 2013 til ársins 2016. Að auki var tekið mið af viðmiðum um aldursvænar borgir. Tveir opnir íbúafundir um stefnumótunina voru haldnir í febrúar 2018, annars vegar á Borgarbraut 65a og hins vegar í félagsheimilinu Brún.
Eftirfarandi fulltrúar sátu í stýrihópi um endurskoðun stefnunnar
ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra:
- Hulda Hrönn Sigurðardóttir, formaður velferðarnefndar
- Guðrún María Harðardóttir, formaður félags eldri borgara
- í Borgarnesi og nágrenni
- Magnús B. Jónsson, formaður félags aldraðra í Borgarfjarðardölum
- Friðrik Aspelund, fulltrúi velferðarnefndar
- Kristín Erla Guðmundsdóttir, fulltrúi velferðarnefndar
- Sigurður Helgason, formaður eldri borgararáðs
Stuðst er við skilgreiningu OECD á þeim sem teljast aldraðir, en það eru þeir sem náð hafa 65 ára aldri.
Í stefnu í málefnum eldri borgara í Borgarbyggð má finna framtíðarsýn sveitarfélagsins. Í henni koma fram helstu markmið og áherslur ásamt hlutverki og ábyrgð þeirra aðila sem koma að málefnum aldraðra.
Til að fylgja stefnunni eftir verður unnin árleg aðgerðaáætlun ásamt kostnaðaráætlun þar sem skilgreindir ábyrgðaraðilar verða að einstökum verkefnum.
Stefna í málefnum eldri borgara í Borgarbyggð 2018-2025 var samþykkt í sveitarstjórn 27. mars 2018, en hana má nálgast hér: Stefna Borgarbyggðar í málefnum eldri borgara 2018-2025