Starf við afleysingar

desember 30, 2015
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar tímabundið 70% starf við afleysingar við afgreiðslu í ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
Verkefni og ábyrgðarsvið

  • Móttaka og símsvörun.
  • Almenn skrifstofustörf.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

 
Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf.
  • Reynsla sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum.
  • Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

 
Aðallega er um starf að ræða við afleysingu í afgreiðslu en viðkomandi þarf að geta unnið ýmis tilfallandi ritarastörf og létt bókhaldsstörf.
 
Upplýsingar veitir Kolfinna Jóhannesdóttir í síma 433 7100.
 
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.
 
Staðan er laus frá og með 15. janúar nk.
 
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
 

Share: