Starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi á námskeiði í Borgarnesi.

september 20, 2004
Frá félagsmiðstöðinni Óðali
 
Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.
Eru þessi námskeið liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir í fjórðungum landsins. Góð mæting var hér á Vesturlandi og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.
Farið var yfir faglegt og uppeldislegt umhverfi starfsins og þróun þá sem verið hefur í félagsmiðstöðvarmálum landsins á síðustu árum.
Fyrirlesarar á námskeiðinu voru þau Linda Udengård Æskulýðs- og forvarnafulltrúi Kópavogs, Ólafur J. Stefánsson forstöðumaður hjá íþrótta- og tómstundaráði Hafnarfjarðar og Eygló Rúnarsdóttir verkefnisstjóri hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.
 
Á námskeiðinu var leitast við að svara spurningunum eins og:
Hvað eru félagsmiðstöðvar og staða þeirra í nútímasamfélagi ?
Hvaða faglegu kröfur eru gerðar til starfsfólks félagsmiðstöðva ?
Hvaða starfsþættir einkenna félagsmiðstöðvastarf ?
 
Ljóst er að víða á Vesturlandi er verið framkvæma flott starf með börnum og unglingum í félagsmiðstöðum og skólum enda þörf fyrir starfsemina og mikilvægi öllum ljós.
 
Verkfall kennara…..
Starfsemi félagsmiðstöðva er auðvitað í fullum gangi þrátt fyrir kennaraverkfall og ástæða til að hvetja unglinga sérstaklega að mæta í það starf sem þar er í boði.
i.jós.
 

Share: