Starfsmaður óskast !
Starfsmaður óskast í ungmennahúsið Mími (helst á aldrinum 20 – 30 ára.)
Um er að ræða kvöldvinnu þrjú kvöld í viku þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga.
Almenn lýsing á starfinu:
Starfið felur í sér vinnu með ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára og er vinnutími frá kl. 20.oo – 23.oo.
Starfið fellst í eftirliti, gæslu á starfsemi hússins, þrifum og að hjálpa til við mótun og framkvæmd starfseminnar.
Aðgæsla og ábyrgð:
Ábyrgur gagnvart íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að öll starfsemi fari fram samkvæmt gildandi reglum og ákvæðum. Árvekni og samviskusemi þarf að viðhafa í starfinu svo sem eftirlit á húsi og tækjum, starfsemi og gæslu.
Tengsl:
Góð tengsl við ungmenni sem starfsemina sækja, aðstoða húsráð við innri starfsemi og tengsl við stjórnendur annarra ungmennahúsa.
Umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14.
Umsóknarfrestur er til 5. mars n.k.
Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og æskulýðfulltrúi
Á skrifstofu Borgarbraut 14, netfangi indridi@borgarbyggd.is
eða í síma 433-7122