Starfsmaður óskast í Félagsmiðstöðina Óðal

mars 16, 2007
Félagsmiðstöðin Óðal í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Leitað er að konu í starfið þar sem fyrir er einn karlkyns starfsmaður.
 
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði uppeldis og/eða tómstundafræða.
Starfið er hefðbundið félagsmiðstöðvarstarf auk þess sem starfsmaður þessi er verkefnastjóri vímuvarna- og forvarnarmála sveitarfélagsins og vinnur því með starfsmönnum annarra félagsmiðstöðva, félagsstarfskennurum og stjórnum nemendafélaga í skólum sveitarfélagsins.
Umsóknir berist til íþrótta og æskulýðsfulltrúa sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 433-7122 eða indridi@borgarbyggd.is
Umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14.
Einnig má senda umsóknir á netfang indridi@borgarbyggd.is þar sem fram koma allar upplýsingar um umsækjanda, starfsferilsskrá og menntun.
Upplýsingar um starfsemina í Óðali má finna á www.odal.borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur um starfið er til 4. apríl n.k.
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
 
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Share: