Starfsmaður í félagsþjónustu

júlí 9, 2015
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf í félagsþjónustu. Starfshlutfall er 70% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Verkefni

  • Vinna í barnaverndarmálum.
  • Þjónusta við fólk með fötlun; ráðgjöf og meðferð.
  • Ráðgjöf og þjónusta við börn og fjölskyldur.
  • Handleiðsla starfshópa.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. sálfræði, félagsráðgjöf.
  • Reynsla af vinnu í barnavernd og/eða félagsþjónustu.
  • Þekking og reynsla í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi.

Upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi í síma 433-7100.
Umsóknarfrestur er til og með 31.júlí. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið vildis@borgarbyggd.is.
 

Share: