Í gær var skipulagsdagur í Leikskólanum Uglukletti og starfsfólkið brunaði í höfuðborgina og skoðaði útideild frá Leikskólanum Víðivöllum sem staðsett er í Kaldárseli. Eftir hádegi var haldið í Laugardalinn á námskeið í útikennslu barna hjá Náttúruskóla Reykjavíkur. Lærdómsríkur og yndislegur dagur þar sem starfsfólk leikskólans fékk margar góðar hugmyndir til að þróa áfram í útikennslunni á Uglukletti.Myndin af hópnum er tekin í Kaldárseli.