Nýlega var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn sundlauga. Námskeiðið var fyrst og fremst haldið fyrir afleysingarfólk og þótti það takast mjög vel. Starfsmenn úr sundlauginni í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum sóttu námskeiðið auk starfsmanna í Hreppslaug í Skorradalshreppi. Námskeiðið fór fram í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi og leiðbeinandi var Ásgeir Sæmundsson. Fastráðið starfsfólk íþróttamiðstöðvanna sækir námskeið á hverju ári auk þess sem farið er í hæfnispróf.