Starfsfólk sundstaða lærir skyndihjálp

júlí 8, 2007
Nýlega var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn sundlauga. Námskeiðið var fyrst og fremst haldið fyrir afleysingarfólk og þótti það takast mjög vel. Starfsmenn úr sundlauginni í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum sóttu námskeiðið auk starfsmanna í Hreppslaug í Skorradalshreppi. Námskeiðið fór fram í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi og leiðbeinandi var Ásgeir Sæmundsson. Fastráðið starfsfólk íþróttamiðstöðvanna sækir námskeið á hverju ári auk þess sem farið er í hæfnispróf.
 
 

Share: