Með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Óðal er verið mæta þörfum unglinga í Borgarbyggð fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum sínum. Félagsmiðstöðin er því mikilvægur vettvangur fyrir unglinga og felur starf hennar í sér mikið forvarnar-, afþreyingar- og menntunargildi. Rútuferðir eru c.a tvisvar í mánuði til og frá Mýrunum, Bifröst, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri á viðburði félagsmiðstöðvarinnar og opin hús. Félagsmiðstöðin Óðal er félagi í samtökunum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi og tekur þátt í viðburðum á vegum þeirra, eins og t.d. söngvakeppni, danskeppni, hönnunarkeppni og landsþingi unga fólksins. Markmið með starfsemi Óðals og þeim forvarnarverkefnum sem Óðal tekur þátt í er að unglingar fái sem mest út úr veru sinni í félagsmiðstöðinni og að starfið sem þau hafa kynnst þar verði þeim leiðarvísir í átt til heilbrigðs lífsstíls í framtíðinni. Hugmyndafræðin sem félagsmiðstöðvastarfið byggist á er unglingalýðræði. Sú hugmyndafræði er notuð til að tryggja áhrif unglinganna á starfið, að þátttaka þeirra, hugmyndir og skoðanir séu tryggðar í starfsemi félagsmiðstöðvanna. Mikilvægt hlutverk unglinganna er þátttaka í ráðum og nefndum og að virkja sem flesta aðra unglinga til þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Meginstarfsþættir Óðals eru opið starf og hópastarf. Opið starf felur í sér ýmis frístundatilboð sem standa öllum unglingum til boða. Unglingar geta komið og nýtt aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar þegar hún er opin. Undir opna starfið fellur einnig formleg og óformleg fræðsla, viðburðir og styttri og lengri ferðir. Hópastarf gefur unglingum aftur á móti möguleika á að starfa í minni hópum að áhugatengdum verkefnum með aðstoð starfsmanns. Í hópastarfi skapast persónulegri tengsl og tækifæri gefast fyrir beina og óbeina fræðslu ásamt umfjöllun um ýmis unglingatengd málefni. Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Óðal er skipulögð af starfsmönnum og unglingum í sameiningu og má nálgast septemberdagskrána hér. Dagskrá í sept