Um áramótin tóku gildi breytingar á embætti menningarfulltrúa sveitarfélagsins. Guðrún Jónsdóttir var ráðin í hálft starf menningarfulltrúa haustið 2006 og seinna í starf forstöðumanns Safnahúss, einnig í hálfu stöðugildi. Eiginlegt starf menningarfulltrúa hefur nú verið lagt niður og Guðrún ráðin í fullt starf sem forstöðumaður Safnahúss og hefur hún flutt skrifstofu sína þangað. Þau verkefni sem menningarfulltrúi hafði áður með höndum fara til ýmissa starfsmanna sveitarfélagsins, t.d. tekur Ásthildur Magnúsdóttir yfir málefni menningarsjóðs og verður að hluta starfsmaður tómstunda- og menningarnefndar.