Starf innheimtufulltrúa laust til umsóknar

október 23, 2007
Laust er til umsóknar starf innheimtufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar.
Um er að ræða starf við gerð og útsendingu reikninga, innheimtur og önnur skrifstofustörf.
Starfsaðstaða innheimtufulltrúa er á skrifstofu Borgarbyggðar að Litla-Hvammi í Reykholti.
Æskilegt að umsækjendur hafi framhaldsskólamenntun, reynslu af skrifstofustörfum og góða þjónustulund.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Laun skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri síma 433-7100 eða netfang eirikur@borgarbyggd.is
Umsóknir skulu berast skrifstofustjóra á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi fyrir 01. nóvember n.k.
 

Share: