Starf innheimtufulltrúa Borgarbyggðar

september 1, 2017
Featured image for “Starf innheimtufulltrúa Borgarbyggðar”

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf innheimtufulltrúa. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

 

Verkefni og ábyrgðarsvið:

Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga

Umsjón með innheimtuaðgerðum og útsendingu innheimtubréfa

Álagning fasteignagjalda

Móttaka og símsvörun þegar þörf er á

Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Stúdentspróf

Reynsla sem nýtist í starfi

Góð tölvukunnátta, þekking á Navision æskileg

Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð

Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum

Sterk íslenskukunnátta í ræðu og riti

Upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 17. september. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið eirikur@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.


Share: