Starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs

maí 15, 2001

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs frá 1. september 2001.

Starfssvið:
Forstöðumaður hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á fræðslumálum, æskulýðs- og íþróttamálum og menningarmálum hjá Borgarbyggð.
Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstrarlegum markmiðum og forsendum þeirra stofnana sem undir hann heyra og leitar leiða í samráði við einstaka yfirmenn þeirra um að ná fram hagkvæmni og veita um leið góða þjónustu.
Forstöðumaður fer með verkefni sveitarfélagsins í menningarmálum í samræmi við ákvörðun yfirstjórnar. Hann er tengiliður við menningarstofnanir og hefur umsjón með framkvæmd samstarfssamninga.
Menntun og hæfniskröfur:
Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun eða sambærilega menntun. Reynsla og þekking af stjórnun og rekstri er nauðsynleg, auk þess sem reynsla af fræðslu- menningar- og íþróttamálum er æskileg. Starfsmaðurinn þarf að viðhafa sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 6. júní 2001 og skulu skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendar skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 437-1224 (stefan@borgarbyggd.is).


Share: