
Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum.
Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst síðan almenning tækifæri til að líta við og kynna málið.
Að viðburðunum standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi með stuðningi úr Sóknaráætlun Vesturlands. Hrafnhildur Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá SSV, hafði yfirumsjón með verkefninu og Hlédís Sveinsdóttir starfaði sem verkefnisstjóri.
Viðburðurinn fór vel fram og gaman er að eiga samtalið við ungmenni sem velta fyrir sér næstu skrefum eftir grunn- eða menntaskóla.

Þau Íris Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri og Viktor Ingi, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála sáu um kynningarbás Borgarbyggðar

Gestum bauðst að klæða sig upp vesti lögreglunnar