Stafrænt deiliskipulag

febrúar 6, 2025
Featured image for “Stafrænt deiliskipulag”

Frá árinu 2020 hafa skipulagshönnuðir/skipulagsráðgjafar þurft að vinna svæðis- og aðalskipulagsgögn á stafrænu formi auk hefðbundinna skipulagsgagna.

Einnig er verið gerð krafa um að deiliskipulagsgögn verði unnin á stafrænu formi sbr. 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tók það gildi frá og með 1. janúar 2025.

 

Það felur m.a. í sér að vinna þarf skipulagsgögn í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að vera sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur.

Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagshönnuðir/ skipulagsráðgjafar þurfa að tileinka sér.

Til að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns deiliskipulags hefur Skipulagsstofnun gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns deiliskipulags og sniðmát (.gdb og .gpkg).

 

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Skipulagsstofnunar og á slóðinni Stafrænt deiliskipulag | Skipulagsstofnun og Landupplýsingar | Skipulagsstofnun .

Sveitarfélagið vill koma þessum upplýsingum á framfæri við landeigendur, skipulagshönnuði/skipulagsráðgjafa sem hyggjast senda sveitarfélaginu deiliskipulagsgögn eftir 1. janúar 2025.


Share: