Á fundinum verður fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2021 kynnt. Í kjölfarið mun Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri kynna skipuritsbreytingarnar sem tóku gildi á síðasta ári. Einnig verður kynning á húsnæðismálum sveitarfélagsins í Brákarey. Að því loknu munu sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð sitja fyrir svörum.
Fundur hefst kl. 20:00.
Streymt verður beint frá fundinum en í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður fundurinn einungis stafrænn að þessu sinni.
Íbúum og örðum gestum gefst tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni með því að senda inn spurningar og athugasemdir í gegnum forritið Slido. Fundarkóðinn er #53816.