Stækkun lóðarinnar við leikskólann á Bifröst

nóvember 27, 2008
Nú í haust hefur verið unnið að því að stækka lóð leikskólans á Bifröst. Lóðin er stækkuð um rúma 1000m² og er eftir stækkun 2000m². Vegna fjölgunar barna við leikskólann var eldri lóðin orðin of lítil miðað við þá reglugerð sem tekur á því hversu mikið svæði þarf að vera fyrir hvert barn á útisvæði. Það var Eiríkur Ingólfsson, smiður, sem sá um uppsetningu girðingarinnar sem keypt var frá Jóhanni Helga & co.
 
 

Share: