Í gær var undirrituð staðfesting umhverfisráðherra á stækkun fuglafriðlands í Andakíl, sem áður var aðeins bundið við Hvanneyrarjörðina en nær nú – með stækkuninni – yfir 13 jarðir að hluta til eða öllu leyti. Friðlýsingin felur í sér vernd á búsvæði fyrir fugla og þar með alfriðun fyrir veiði og fulla vernd á votlendum svæðisins. Jafnframt var undirritaður umsjónarsamningur Umhverfisstofnunar og Votlendisseturs LbhÍ um svæðið. Nánari frétt má lesa á heimasíðu Landbúnaðarháskólans www.lbhi.is
Á meðfylgjandi mynd eru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og Björn Þorsteinsson, prófessor við LbhÍ.