Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra hjá leikskólanum Andabæ á Hvanneyri, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf leikskólakennara
- Stjórnunarreynsla
- Færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni og fagmennska
Starfssvið:
- Stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við markmið laga um leikskóla
- Ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld
- Ber ábyrgð á mannauðsmálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu sendar til borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Umsóknarfrestur er til 20. desember n.k.
Nánari upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, annamagnea@borgarbyggd.is, sími: 840-1522.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar sem konur hvött til að sækja um starfið.