
Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar, formaður knattspyrnudeildar og framkvæmdastjóri KSÍ fluttu ávörp og Þornbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur blessaði mannvirkið.

Í leiðinni var tækifærið notað og KB banka og Sparisjóði Mýrasýslu þökkuð leiktæki sem bankarnir gáfu á leikvelli bæjarins nú í haust í tilefni 10 ára afmæli bæjarins.
Veitingar í boði VÍS, KB banka og Olís voru fyrir þá fjölmörgu sem mættu þrátt fyrir kulda í lofti enda gaman að sjá mannvirki sem þetta rísa í bæjarfélaginu.
ij.