
Stefnt er að því að grasið verði lagt á völlinn, vikuna 25. – 29. ágúst n.k.
Vinnu við sparkvöllinn er að mestu lokið frá hendi verktakans Velverks í Kolbeinsstaðahreppi, en eftir er að leggja gervigrasið, en vegna erfiðs tíðarfars náði KSÍ ekki að ljúka við lagningu grassins sl. haust eins og til stóð.
Vinnu við sparkvelli á Hvanneyri og Bifröst er lokið og voru þeir formlega vígðir í byrjun sumars.
Myndin er tekin við vígslu sparkvallarins á Hvanneyri.