Sparkvellir á Bifröst og Hvanneyri vígðir

júní 30, 2008
Sparkvellirnir á Bifröst og á Hvanneyri voru víðgðir við hátíðlega athöfn föstudaginn 27. júní. Ávörp fluttu Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Jón Gunnlaugsson stjórnarmaður KSÍ. Börn úr ungmennafélögum í Borgarbyggð klipptu á borða á táknrænan hátt.
Vígsluleikir fóru fram á milli foreldra og barna í tilefni dagsins og var hart barist. Það var Borgarverk ehf. sem sá um byggingu sparkvallarins á Bifröst og hljóðaði verksamningur upp á 22 milljónir króna. Á Hvanneyri var það verktakinn Krákur ehf Blönduósi sem sá um byggingu sparkvallarins þar og hljóðaði verksamningur upp á 21.5 milljónir króna. Þegar er farið að nota vellina og er tilkoma þeirra góð viðbót við afþreyingarmöguleika íbúa háskólaþorpanna.
Um miðjan ágúst verður svo gervigras lagt á fjórða sparkvöllinn í sveitarfélaginu, í Laugargerði. Þar eru Vélverk ehf. verktakar að ljúka við uppsetningu.
Sparkvöllurinn við Laugargerði er fjárfesting upp á 16 milljón króna og greiðir Borgarbyggð helming þeirrar upphæðar á móti Eyja- og Miklaholtshreppi. Vígsla þess vallar fer fram í haust þegar verkið hefur verið klárað og þá verða sparkvellir í sveitarfélaginu orðnir fjórir talsins, en fyrsti völlurinn sem vígður var í Borgarbyggð er við Grunnskólann í Borgarnesi.
 
Myndir: Indriði Jósafatsson
 
 

Share: