Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar

nóvember 25, 2009

Á morgun, fimmtudaginn 26. nóvember verður hin árlega söngvarakeppni nemenda Grunnskóla Borgarfjarðar haldin í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Keppnin hefst kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 9. bekk munu selja kaffi, safa og nammi og rennur ágóðinn í ferðasjóð bekkjarins.

 

Share: