Söngkeppni í Óðali.

janúar 16, 2002

Söngkeppni Óðals fór fram að viðstöddu fjölmenni þriðjudagskvöldið 15. janúar s.l.
Sigurvegarar voru &quotStuðboltarnir”.

Þeir fá nú það vandasama hlutverk að standa á stóra sviðinu í Laugardalshöll sem fulltrúar Óðals og flytja lagið ” Með allt á hreinu” ásamt fulltrúum félagsmiðstöðva af öllu landinu.
Talið er að um 2.500 manns komi saman til þess að horfa á söngkeppnina í Laugardalshöllinni 26. jan. n.k.
Í raun voru öll þrettán atriðin sem flutt voru í Óðali þetta kvöld sigurvegar svo frambærileg voru atriði og efnileg.
Árshátíðaræfingar nemendafélags G.B. hefjast næsta föstudag og hefur Stefán Sturla Sigurjónsson leikstjóri verið ráðinn til að halda utan um hana.
Árshátíðin er tilhlökkunarefni miðað við þá hæfileika sem sáust til unglinganna á sönghátíðinni.


Share: