Fjör í Óðali |
Unglingar sem framkvæmdu könnunina voru á aldrinum 14 – 15 ára og var þeim neitað um afgreiðslu á öllum stöðum. Á einum stað var 16 ára unglingur með undanþáguleyfi við afgreiðslu en á hinum stöðunum var afgreiðslufólk fullorðið.
Hrós dagsins fá sem sagt Hyrnan verslun, Hyrnan N1, Shell, Olís og Samkaup fyrir að selja ekki börnum tóbak.
Rík ástæða er fyrir foreldra og aðra að vera vakandi fyrir auknu framboði allskonar vímuefna um þessar mundir og standa saman í forvörnum fyrir börnin okkar, þar sem grunur leikur á aukinni hættu á sölu og neyslu.
Að gefnu tilefni hvetjum við foreldra til að vera samtaka og samþykkja ekki eftirlitslaus unglingapartí í heimahúsum né annars staðar.
Hanna Kjartansdóttir starfsmaður í Óðali sem haldið hefur utan um vinnu við forvarnarstarfið hefur nú horfið til annarra starfa og þökkum við henni gott starf.
Halldór Gunnarsson nýráðinn félagsráðgjafi kemur til með að taka við hluta af því starfi sem Hanna hafði með höndum eins og kannanir, átaksverkefni og þau verkefni sem stýrihópur um forvarnir í Borgarbyggð hefur haft með höndum.
Stöndum saman.
Forvarnir hefjast heima.