Nú er búið að festa kaup á snjótönn og saltkassa á bíl áhaldahúss Borgarbyggðar. Með þessu verður unnt að bregðast hraðar og betur við þegar ryðja þarf burt snjó og hálkuverja plön og gangstéttir við stofnanir sveitarfélagsins, bæði í Borgarnesi en ekki hvað síst í öðrum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.