Snjómokstur í dreifbýli

desember 13, 2022
Featured image for “Snjómokstur í dreifbýli”

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs í dreifbýli. Markmiðið með breytingunum er að auka þjónustustig í snjómokstri við íbúa í dreifbýli. Sveitarfélaginu verður skipt upp í sjö svæði og gerður samningur við verktaka á grundvelli verðfyrirspurnar um hverja leið. Gerður verður samningur um einn vetur í senn, með möguleika á framlengingu.

Nú hafa verðfyrirspurnargögn verið send í tölvupósti á fjölmarga aðila sem hugsanlega hafa tök á að sinna þessari þjónustu og gert ráð fyrir að búið verði að semja um allar leiðir fyrir áramót.

Hafi einhverjir ekki ratað inn á lista yfir mögulega verktaka, er hægt að óska eftir verðfyrirspurnargögnum með tölvupósti á thjonustuver@borgarbyggd.is


Share: