Snillingafundur – foreldrar barna með ADHD/ADD

október 23, 2014

Fundur verður hjá Snillingaforeldrum mánudaginn 27. október kl. 20.00 í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD.

Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni, stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og skólakerfis og íþrótta- og tómstundakennara/þjálfara.

Á fundinum spjallar Sigurður Ragnarsson sálfræðingur um
hlutverkið ,,að ala upp snilling“.

Allir áhugasamir velkomnir
 

Share: