Smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar

október 16, 2018
Featured image for “Smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar”

Dagana 5. og 6. október síðastliðin var haldin smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar en smiðjuhelgar eru fastur liður í starfi skólans. Tilgangur þeirra er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum kost á að hafa meira um val sitt að segja. Með smiðjuhelgunum fá nemendur fjölbreyttari valfög en hægt væri að bjóða upp á inn á stundatöflu.Þeir setja fram hugmyndir sínar um það sem þeim finnst áhugavert og langar að hafa í vali. Unnið er út frá þeirra hugmyndum og leitast við að bjóða uppá smiðjur sem flestir hafa áhuga á hverju sinni. Nánar má lesa um smiðjuhelgar Grunnskóla Borgarfjarðar í grein eftir Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur fyrrverandi skólastjóra. http://skolathraedir.is/2017/05/29/smidjuhelgar-i-grunnskola-borgarfjardar/

Að þessu sinni var smiðjuhelgin á Kleppjárnsreykjum og komu nemendur frá Reykhólaskóla, Laugargerðisskóla og Auðarskóla í Búðardal og tóku þátt í með okkur. Í boði var Björgunarsveitarsmiðja, danssmiðja, sirkussmiðja, leiklistarsmiðja, smávélaviðgerðir, förðunarsmiðja og sundknattleikssmiðja. Það var líf og fjör í öllum smiðjum og krakkarnir áhugasamir og glaðir í vinnu sinni.


Share: