Smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar

júní 9, 2017
Featured image for “Smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar”

 

Í tímaritinu Skólaþræðir má finna áhugaverða umfjöllun um árlegar smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar.

Tilgangur smiðjanna  er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast  og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja. Í fámennum skólum byggjast valgreinarnar oft á því sem kennarar innan hvers skóla treysta sér til að bjóða upp á að kenna og vill valið þá stundum verða einsleitt. Með smiðjuhelgunum fá nemendur fleiri tækifæri. Þeir setja fram hugmyndir sínar um það sem þeim finnst áhugavert og langar að hafa í vali. Unnið er út frá þeirra hugmyndum og leitast við að bjóða smiðjur sem flestir hafa áhuga á hverju sinni.

Greinina má finna hér:

http://skolathraedir.is/2017/05/29/smidjuhelgar-i-grunnskola-borgarfjardar/


Share: