Slökkviliðið 90 ára – 1923 – 2013

október 11, 2013
Þann 14. október 2013 eru liðin 90 ár frá því að slökkviliði Borgarneshrepps, eins og það hét þá, var komið á fót skv. ákvörðun hreppsnefndar.
Slökkvilið Borgarbyggðar ætlar að minnast þessara tímamóta með opnu húsi laugardaginn 12. október á slökkvistöðvum sínum í Borgarbyggð.
Þar munu slökkviliðsmenn taka á móti gestum og gangandi, fræða um starfið og sýna þann tækjabúnað sem er á hverri stöð.
 
 
Opið verður sem hér segir:
Í Borgarnesstöð frá kl. 14:00 til 18:00
Í Hvanneyrarstöð frá kl. 14:00 til 17:00
Í Reykholtsstöð frá kl. 14:00 – 17:00
 
Íbúar og gestir eru hvattir til að líta við á slökkvistöðvunum á þessum tíma.
 
 

Share: