Slökkvilið Borgarbyggðar aðstoðar nágranna

október 28, 2019
Featured image for “Slökkvilið Borgarbyggðar aðstoðar nágranna”

Þann 25. október s.l. barst slökkviliði Borgarbyggðar beiðni um aðstoð frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar vegna elds í kísilverksmiðju Elkem á Grundartanga. Slökkvilið Borgarbyggðar sendi á vettvang körfubíl ásamt þremur mönnum til aðstoðar.

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og var starfi lokið um kl. 09:00 um morguninn. Skemmdir urðu á húsnæði og búnaði.

Þess má geta að öll slökkvilið á Vesturlandi eru með samning sín á milli sem kveður á um gagnkvæma aðstoð ef og þegar erfiðar aðstæður skapast á landsvæðinu og hefur þetta fyrirkomulag margsannað ágæti sitt, nú síðast á föstudaginn. Slökkvilið Borgarbyggðar er með samskonar samning í gildi við Brunavarnir Suðurnesja og auk þess getur slökkviliðið nýtt æfingaaðstöðu BS við Keflavíkurflugvöll.

 

 


Share: