Sláturgerð í Grunnskóla Borgarfjarðar

nóvember 11, 2010
Í vikunni fór fram allsherjar sláturgerð í Hvanneyrar- og Kleppjárnsreykjadeildum Grunnskóla Borgarfjarðar. Nemendur saumuðu keppi, brytjuðu mör og mixuðu lifur og gerðu síðan blóðmör og lifrapylsu. Allir nemendur skólans á Hvanneyri tóku virkan þátt í sláturgerðinni með aðstoð kennaranna.
Það voru krakkarnir í 8. bekk á Kleppjárnsreykjum sem gerðu slátrið með matráðskonum auk þess sem þau sáu um eldamennsku og uppvask þann daginn. Þau buðu upp á hamborgara og franskar sem nemendur skoluðu niður með ískaldri mjólk.
Meðfylgjandi myndir tóku Jóna Ester Kristjánsdóttir og Fjóla Benediktsdóttir
 

Share: