Borgarbyggð boðar til opins kynningar – og upplýsingarfundar um skýrslu vinnuhóps um safnamál í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hjálmakletti og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verður skýrslan kynnt, sem og þær hugmyndir sem að baki liggja. Frummælendur verða m.a. Sigurjón Þórðarson ráðgjafi frá Nolta, Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, Steinþór Kári Kárason arkitekt frá Kurtogpí, og Vilhjálmur Egilsson stjórnarformaður Menntaskóla Borgarfjarðar. Allir velkomnir