Á Safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí nk. mun Landbúnaðarsafn Íslands efna til skrúðaksturs Ferguson-manna um Andakíl.
Á heimasíðu safnsins eru Ferguson-menn eru hvattir til þess að mæta með fáka sína, en lagt verður upp frá hlaði safnsins á Hvanneyri eftir hádegið.
Í frétt á síðunni er sérstaklega tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn vélanna séu í kæðnaði er svarar til velmektardaga viðkomandi Ferguson-vélar.
Sjá nánar á www.landbunadarsafn.is
Viðburðir verða í söfnum víða um land á þessum degi og er Borgarfjörðurinn þar engin undantekning. Fólk er hvatt til að skoða heimasíður safna á svæðinu og kynna sér dagskrána.