Skrifað undir samstarfssamning við Föstudaginn Dimma

janúar 7, 2022
Featured image for “Skrifað undir samstarfssamning við Föstudaginn Dimma”

Þann 6. janúar sl. undirrituðu Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri, Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir f.h. Föstudagsins Dimma, samstarfssamning vegna hátíða.

Tilgangurinn með samningnum er að tryggja rekstur hátíðarinnar í Borgarbyggð árið 2022 og þar með tryggja menningararfleið viðburðarins í Borgarbyggð. Föstudagurinn Dimmi er hátíð sem hefur fest sig í sessi í sveitarfélaginu undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir vandaða og skemmtilega dagskrá fyrir einstaklinga á öllum aldri.

Í ár verður hátíðin haldinn dagana 13.-17. janúar og er dagskráin fjölbreytt að venju. Íbúar eru hvattir til þess að skreyta glugga með tröllaþemu en hægt er að prenta út tröllamyndir og tröllaskilti hér. Síðan er þá hægt að fara út um allt sveitarfélagið og telja tröll og spila tröllabingó sem má finna hér. Vasaljósagangan verður á sínum stað og hægt verður að fara í tröllatrítl upp að steini og kuldagallajóga svo fátt eitt sé nefnt. Íbúar eru einnig hvattir til þess að taka myndir og merkja #dimmi22.

Dagskrána í heild má nálgast hér:


Share: