Skráningu örnefna í Borgarnesi lokið

október 1, 2012
Tilkynning frá Landlínum
Teiknistofan Landlínur ehf. hefur lokið skráningu örnefna í Borgarnesi. Skráð var 101 örnefni á svæði sem nær frá Brákarey í suðri að Granastaðahól í norðri. Áhugasamir eru velkomnir að skoða gögnin á skrifstofu Landlína, Borgarbraut 61.
Það var Bjarni Bachmann sem skráði upphaflega örnefnin 1993 í örnefnaskrá sem afhent var Örnefnastofnun til varðveitingar.
 
Landlínur ehf. er ráðgjafarfyrirtæki þar sem viðfangsefnin eru meðal annars skipulag ferðamannastaða, landslagshönnun og landfræðitengd verkefni. Tveir landslagsarkitektar og landfræðingur starfa hjá Landlínum.
 

Share: