Skráning í frístund 2025-2026

júní 11, 2025
Featured image for “Skráning í frístund 2025-2026”
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Borgarbyggð

Opið er fyrir skráningu barna í frístund fyrir komandi skólaár 2025-2026. Skráning fer fram inn á www.vala.is
Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín fyrir 10.ágúst.
Frístund hefst eftir að skóladegi lýkur og er opin til klukkan 16:00/16:15
Frístundarheimili bjóða upp á faglegt tómstundarstarf þar sem börn fá að njóta sín í frjálsum leik og skipulögðu starfi. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þegar barn fær samþykkta vistun á frístundaheimilinu berst boð um vistun á það netfang sem fylgdi skráningu barns sem foreldrar/forráðamenn þurfa að staðfesta.
Ef þið lendið í vandræðum með skráningu þá endilega heyrið í okkur.

Share: