Skotæfingasvæði í landi Hamars

desember 20, 2017
Featured image for “Skotæfingasvæði í landi Hamars”

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 164. fundi sínum þann 14. desember 2017, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu:

Skotæfingasvæði í landi Hamars – Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022

Skipulagslýsing felst í því að breyta landnotkun 16,7 ha svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði (Í) og að skilgreina nýja reið- og gönguleið um 400 metra sunnan við svæðið. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og mun samnýttur með núverandi reið- og gönguleið. Skipulagslýsing er sett fram á uppdrætti dags. 5. desember 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

 Ábendingar vegna lýsingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Fimmtudaginn 11. janúar 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem

a406-Lýsing breyting skotæfingasvæðis 29 11 2017 (2)


Share: