Skólastarf í Borgarnesi 100 ára

september 30, 2008
Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi. Þessara tímamóta verður minnst með viðeigandi hætti á opnu húsi í skólanum, þar sem leitast er við að fanga tíðaranda liðins tíma, sýningu í menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar, útgáfu skólablaðs og bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu. Hér má nálgast dagskránna.
Myndin sem birtist með fréttinni er af árgangi 1984 í Grunnskólanum í Borgarnesi og er tekin af eftirfarandi bloggsíðu http://borgo84.blogcentral.is/ .

Share: