Skólaslit í grunnskólum Borgarbyggðar

maí 31, 2022
Featured image for “Skólaslit í grunnskólum Borgarbyggðar”

Föstudaginn 3. júní fara fram skólaslit í báðum grunnskólum Borgarbyggðar.

Skólaslitin í Grunnskólanum í Borgarnesi eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar.

1. -9. bekkur

  • Dagskrá:
  • 9.00 Safnast saman við skóla
  • 9.20 Leikir
  • 10.30 Raðað upp í bekkjarraðir í Skallagrímsgarði

    • Kynning
    • Tónlistaratriði
    • Ný stjórn nemendafélagsins kynnt
    • Ræða skólastjóra
    • Samsöngur
    • Einkunnaafhending

  • 11:00 Skólabílar heim að lokinni athöfn

Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 3. júní og ganga fylktu liði í Skallagrímsgarð. Þar raðast nemendur í hópa og fer hver á sína leikjastöð.

Nemendur 1. bekkjar verða í leikjum í Skallagrímsgarði. Þau fara og fá grillaða pylsu í garðinum þegar það hentar inn í dagskrá þeirra. Foreldrar þeirra eru velkomnir að vera með.

1. -9. bekkur fer í leiki á íþrótta- og skólasvæði. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og safa. Þegar allir hópar hafa lokið leik um kl. 10:30 er safnast saman í Skallagrímsgarði þar sem fram fer stutt dagskrá og umsjónarkennarar afhenda vitnisburðarblöð.

Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 8:40 og til baka að lokinn athöfn upp úr kl. 11. Eins verður skólaakstur úr dreifbýli þannig að passi við tímasetningar.

Hvetjum alla til að taka mið af veðri hvað klæðaburð varðar. Um er að ræða 2 klst. útiveru.

10. bekkur.

Athöfnin fer fram Í Hjálmakletti og hefst kl. 16.00. Þar mæta nemendur og aðstandendur þeirra auk starfsfólks skólans.


Fyrirkomulagið í Grunnskóla Borgarfjarðar er svohljóðandi:

Tímasetningar:

Kl. 10:00 Varmaland í félagsheimilinu Þinghamri

Kl. 12:00 Hvanneyri í skjólbeltunum eða skólanum eftir veðri.

Kl. 14:00 Kleppjárnsreykir í Reykholtskirkju


Share: