Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi

júní 4, 2020
Featured image for “Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi”

Skólaslitin í ár verða tvískipt. Annars vegar er um að ræða skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar.

1. – 9. bekkur

Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 5. júní. Gengið verður í fylkingu niður á íþróttasvæði  þar sem nemendur fara í leiki og þrautir. Á einni stöðinni í leiknum verður boðið verður upp á grillaða pylsu.

Að því loknu verður farið á íþróttavöll og árgangar fara í raðir, taka við einkunnum og kveðja kennarana sína. Áætlað er að þessi athöfn hefjist kl. 11: 00.

Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 8:40 og til baka um kl. 11.30 eða eftir að dagskrá lýkur. Eins verður skólaakstur úr dreifbýli þannig að passi við tímasetningar.

Um er að ræða tveggja og hálfs klukkustunda útiveru, þannig að mikilvægt er að koma klædd/ur eftir veðri.

Í ljósi Covid-19 og fjöldatakmarkana sem enn eru við lýði er reiknað með að eingöngu nemendur mæti á þessi skólaslit. Skólinn byrjaði skólaárið óvanalega og endar þannig líka. Starfsfólk skólans hlakkar til að sjá nemendur aftur í haust og þakkar fyrir samstarfið. 

10. bekkur.

Athöfnin fer fram í Hjálmakletti og hefst kl. 17.00. Þar mæta nemendur og foreldrar þeirra auk starfsfólks skólans.

Starfsfólk skólans óskar nemendum gleðilegs sumars. 


Share: