
Allir skólar í Borgarbyggð efna til opins skóladags í Hjálmakletti og þér er boðið!
 
 Í HJÁLMAKLETTI FRÁ 13-15 Vítt og breitt um bygginguna verður margt forvitnilegt 
  að sjá og hægt að kynnast gróskumiklu skólastarfi allra skólastiga í Borgarbyggð. Skólar kynna starfsemi og  samstarf sín á milli með fjölbreyttum hætti. Boðið verður uppá bíósýningar, Lubbastundir og söngstundir fyrir gesti og gangandi. Undirskrift samstarfssamnings.
 ATRIÐI Á SVIÐI Sýnt verður brot úr leikritinu Eftir lífið. Nemendur  stíga á stokk og flutt verða ljóð, boðið uppá söng  og tónlistarflutning.Verðlaunaafhending í hugmynda- samkeppni. Lúkning verður kl 15.
Nánar um viðburðinn á facebook: Skóladagur í Borgarbyggð