Skógurinn á Varmalandi

september 6, 2007
Í sumar skrifaði Skógræktarfélag Íslands undir samstarfssamning við Toyota á Íslandi. Með samningnum skuldbindur Toyota sig til að styrkja rausnarlega umhirðu nokkurra valinna skóga, einn þeirra er skógurinn á Varmalandi.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar sér um framkvæmdir og nýverið hittu fulltrúar félagsins Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur skólastjóra til að kynna henni verkefnið og leita leiða til að skógræktin nýtist sem best í skólastarfinu. Það ætti að verða auðvelt, því Varmalandsskóli hefur töluverða reynslu af slíkri kennslu, m.a. í gegnum þátttöku í þróunarverkefninu ,,Lesið í skóginn”. Þó því vekefni sé formlega lokið er fullur hugur á að halda kennslunni áfram og samstarf við Skógræktarfélagið því kærkomið.
 
Á myndinni má sjá Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur nýráðinn skólastjóra Varmalandsskóla og Hjördísi Geirdal nýkjörinn formaðnn Skógræktarfélags Borgarfjarðar standa við kynningarskilti, við skóginn á Varmalandi. (Mynd: Friðrik Aspelund, 2007)
 
 

Share: